Skráning

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við Hörpu stendur fyrir viðburði miðvikudaginn 9. apríl um Hörpu-áhrifin, nýútgefna skýrslu um hagræn áhrif Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss en í haust samdi Harpa við RSG um framkvæmd skýrslunnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur, er höfundur skýrslunnar og kynnir hana. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, og Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona RSG, koma einnig fram. 

Að lokinni kynningu fara fram umræður í sal sem Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrir.  

Samtalið fer fram í Kaldalóni í Hörpu og í streymi. Kaffi verður á staðnum í boði Hörpu.  

Vinsamlegast skráið mætingu (á staðinn) hér fyrir neðan. 
Athugið að sætaframboð er takmarkað. 
Skráningu lýkur kl. 12 þriðjudaginn 8. apríl. 

Samtal um Hörpu-áhrifin er aukaviðburður í samtalsröð um skapandi greinar sem Rannsóknasetur skapandi greina stendur að í samvinnu við CCP. Um er að ræða óformlega fundi sem fara venjulega fram fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Með fundaröðinni vill RSG skapa samræðuvettvang áhugafólks um skapandi greinar með því að tengja saman hagaðila í einkageiranum, akademíunni og frá stofnunum og stjórnsýslunni og efla þannig umræðuna um menningu og skapandi greinar.