
Útgáfur frá RSG
Kulturanalys Norden
Samspil norrænna menningarsjóða
Safnritið Stuðningur Norðurlanda við listir og menningu: Fjölbreyttar leiðir eða Nordic funding for the arts and culture: A multilevel approach kom út á vegum Kulturanalys Norden í ársbyrjun 2025. Ritið fjallar um rannsóknir á samspili innlends styrkumhverfis innan Norðurlandanna annars vegar og norrænum sjóðum hins vegar. Markmiðið er að skoða hvernig innlendir sjóðir tengjast þeim norrænu í gegnum fólk og verkefni, og hvernig samspil fjármögnunar er á milli kerfa. Erna Kaaber og Erla Rún Guðmundsdóttir hjá RSG eiga kafla í bókinni og hefur RSG átt milligöngu um verkefnið. Kaflinn þeirra heitir Cultural project funding across geographic levels in Iceland: Exploring the overlap between Nordic and Icelandic cultural funds en þar skoða þær fjármögnun menningarverkefna á mismunandi svæðisbundnum stigum á Íslandi og draga sérstaklega fram samspilið á milli norrænna og íslenskra mennignarsjóða í fjármögnun íslenskra menningarverkefna.
European Music Exporters’ Exchange / Tónlistarmiðstöð
Kortlagning á íslenska tónlistarmarkaðinum
Úttekt á íslenska tónlistarmarkaðnum sem sem Rannsóknasetur skapandi greina vann fyrir Tónlistarmiðstöð. Úttektin er hluti af stærra verkefni á vegum EMEE og sambærilegar úttektir voru gerðar í öðrum Evrópulöndum. Markmiðið er að til verði opinberar leiðbeiningar um hvert land, til að styðja við útflutningsþróun tónlistarfólks inn á ný svæði.
Rannsóknasetur skapandi greina
Rannsóknasetur skapandi greina vann fyrstu útgáfu að lykiltölum um menningu og skapandi greinar í aðdraganda málþingsins Innblástur og framfarir. Markmið útgáfunnar er að leggja drög að mælaborði skapandi greina og efla samtal við hagsmunaaðila um mælikvarða og tilgang þeirra.
Lykiltölur í menningu og skapandi greinum
Undirbúningsstjórn um stofnun RSG
Sköpunarkrafturinn - orkugjafi 21. aldar
Samantekt á vinnu undirbúningsstjórnar og tillögur um stofnun, hlutverk og markmið Rannsóknaseturs skapandi greina.