Verkefni í vinnslu
Kulturanalys Norden
Samspil norrænna menningarsjóða
Kulturanalys Norden vinnur að safnriti rannsókna á samspili innlends styrkumhverfis innan Norðurlandanna annars vegar og norrænum sjóðum hins vegar. Markmiðið er að skoða hvernig innlendir sjóðir tengjast þeim norrænu í gegnum fólk og verkefni, og hvernig samspil fjármögnunar er á milli kerfa. Áætlað er að safnritið verði gefið út í ársbyrjun 2025.
European Music Exporters’ Exchange / Tónlistarmiðstöð
Kortlagning á íslenska tónlistarmarkaðinum
Úttektin er hluti af stærra verkefni á vegum EMEE og sambærilegar úttektir eru gerðar í öðrum Evrópulöndum. Markmiðið er að til verði opinberar leiðbeiningar um hvert land, til að styðja við útflutningsþróun tónlistarfólks inn á ný svæði. Fimm lönd hafa þegar unnið slíkar leiðbeiningar og þær má finna á vefsíðu EMEE.