Samtal um skapandi greinar
Samtal um skapandi greinar er röð óformlegra funda sem Rannsóknasetur skapandi greina stendur að í samvinnu við CCP. Með fundaröðinni vill RSG skapa samræðuvettvang áhugafólks um skapandi greinar með því að tengja saman hagaðila í einkageiranum, akademíunni og frá stofnunum og stjórnsýslunni og efla þannig umræðuna um menningu og skapandi greinar.
Annar fundur - 6. nóvember 2024
Sköpunarkrafturinn
Kosningafundur í Grósku 6. nóvember kl. 8:30 - 10:00.
Hagrænar mælingar hafa undanfarin ár sýnt fram á öran vöxt og fjölgun starfa innan Skapandi greina. Innan þeirra felast mikil og vannýtt tækifæri til nýrrar nágunar og nýsköpunar í atvinnulífi og samfélagi, enda eru jákvæð áhrif menningar og skapandi greina á lífsgæði, mannlíf og samfélag óumdeild.
Fulltrúar allra framboða til alþingiskosninga taka þátt.
Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur er kynnir og stýrir umræðum.
Fundurinn er öllum opinn og verður streymt. Boðið er uppá kaffi og bakkelsi fyrir fundinn.
Að fundinum standa Rannsóknarsetur í skapandi greinum, Samtök Skapandi greina, Bókmenntamiðstöð, Miðstöð hönnunar og arktitektúrs, Myndlistamiðstöð, Kvikmyndamiðstöð, Sviðslistamiðstöð, Tónlistarmiðstöð í samstarfi við CCP, Brandenburg, Vísindagarða og Grósku.
Fyrsti fundur - 16. október 2024
Verðmætasköpun skapandi greina
Ágúst Ólafur Ágústsson sagði frá nýútkominni skýrslu um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi sem hann vann fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Að erindinu loknu tóku fundargestir þátt í umræðum.