Málþing RSG

Málþing RSG - 20. nóvember 2024

Málþing um áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum

Rannsóknasetur skapandi greina stóð fyrir málþingi þann 20. nóvember síðastliðinn í Háskólanum á Akureyri, þar sem fjallað var um áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum. Málþingið var vel sótt og vakti athygli fyrir áhugaverð erindi og líflegar umræður. Erindin sem flutt voru ásamt pallborði eru aðgengileg á Vimeo síðu setursins.

Málþing RSG - 18. júní 2024

Skrifaðu þig inn í skapandi greinar

Annað málþing RSG var haldið 18. júní 2024 í Tónlistarmiðstöð og fjallaði um hagnýtingu nemendarannsókna. Erindin sem flutt voru ásamt pallborði eru aðgengileg á Vimeo síðu setursins.

Málþing RSG - 4. mars 2024

Innblástur og framfarir

Fyrsta málþing RSG var haldið 4. mars 2024 í Mengi í Reykjavík undir yfirskriftinni Innblástur og framfarir. Erindin sem flutt voru eru aðgengileg á Vimeo síðu setursins.