
Málþing RSG
Ráðstefna - 14. maí.
Menningarauðlind ferðaþjónustunnar
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, Akureyri. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og hlaut verkefnið styrk úr Hvata, sjóði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Einnig koma að ráðstefnunni fjöldi aðila úr menningargeiranum og ferðaþjónustunni.
Markmiðið með ráðstefnunni er að skoða samspil og hlutverk menningar í ferðaþjónustu. Enn fremur er ráðstefnunni ætlað að skoða hvernig efla má gagnasöfn og rannsóknavirkni sem stuðlað getur að þróun og framförum á sviði menningarferðaþjónustu.
Á ráðstefnunni gefst gestum kostur á að heyra margvíslegar dæmisögur um vel heppnaða menningarferðaþjónustu og fræðileg erindi um rannsóknir á þessu sviði. Allir þátttakendur geta tekið þátt í hópavinnu um fjögur þemu sem verður nýtt í að þróa rannsóknastefnu RSG á sviði menningarferðaþjónustu. Þemun eru: Samstarf og klasahugsun, Markaðs- og kynningarmál, Vöruþróun og fjárfestingar, Gagnasöfn og rannsóknaáætlun.
Viðburðinum verður streymt en gert verður hlé á streyminu meðan á hópavinnu stendur.
Ráðstefnustjóri er Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
Dagskrá
09:00 Ávarp - fulltrúi menningarmálaráðherra
09:10 Menningarferðaþjónusta í ferðamálastefnu - Svanhildur Konráðsdóttir, formaður starfshóps um menningarferðaþjónustu í mótun ferðamálastefnu og forstjóri Hörpu
09:20 Dæmisögur af menningarferðaþjónustu:
Landnámssetrið í Borgarnesi - Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður Landnámssetursins
Galdrasýning á Ströndum - Jón Jónsson, þjóðfræðingur
1238 Baráttan um Ísland - Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri
Bræðslan: Geta viðburðir styrkt brothættar byggðir? - Áskell Heiðar Ásgeirsson, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum
Þórbergssetur - Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs
Lava Show - Ragnhildur Ágústsdóttir LadyLava, stofnandi LavaShow
10:30 Kaffihlé
10:45 Áfangastaðir - sögur, söfn og frumkvöðlastarf
Rannsóknir og þróunarverkefni:
Vistkerfi menningararfs og ferðaþjónustu: Frásagnir og skapandi ferli til eflingar samfélaga og byggða -Katrín Anna Lund, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands
Sameiginleg hagsmunamál safna og ferðaþjónustu á Íslandi -Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði
Óáþreifanlegur menningararfur: Þróun og sjálfbærni -Ingibjörg Benediktsdóttir, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga
Túrismi, trauma og tækni til miðlunar -Sigurjón Hafsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands
11:45 Stuttar umræður
12:00 Hádegisverður
13:00 Hópavinna
Samstarf og klasahugsun
Markaðs- og kynningarmál
Vöruþróun og fjárfestingar
Gagnasöfn og rannsóknaáætlun
14:30 Kaffihlé
14:50 Kynningar og umræður á hópastarfi
15:50 Lokaorð - fulltrúi atvinnuvegaráðherra
16:00 Ráðstefnu slitið
Vinsamlegast skráið mætingu ýmist á staðinn eða í streymi hér að neðan. Skráningu lýkur kl. 12 mánudaginn 5. maí.
Málþing RSG - 20. nóvember 2024
Málþing um áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum
Rannsóknasetur skapandi greina stóð fyrir málþingi þann 20. nóvember síðastliðinn í Háskólanum á Akureyri, þar sem fjallað var um áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum.
Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum flutti opnunarávarp.
Fyrirlesarar voru Erna Kaaber, sérfræðingur við Háskólann á Bifröst, Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Akureyri og prófessor við Háskólann á Bifröst, Björt Sigfinnsdóttir meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri LungA og Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Hraðsins, miðstöðvar nýsköpunar. Að loknum erindum voru pallborðsumræður undir stjórn Eyjólfs Guðmundssonar, fyrrverandi rektors Háskólans á Akureyri. Þar tóku þátt Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, Örlygur Hnefill Örlygsson framleiðandi, Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi og yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú, og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst.
Málþing RSG - 18. júní 2024
Skrifaðu þig inn í skapandi greinar
Annað málþing RSG var haldið 18. júní 2024 í Tónlistarmiðstöð og fjallaði um hagnýtingu nemendarannsókna. Erindi fluttu Arndís Vilhjálmsdóttir, rannsóknastjóri Hagstofu Íslands og meistaranemarnir Júlíus Jóhannesson og Lilja Björk Haraldsdóttir. Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrði pallborðsumræðum. Í pallborði málþingsins sátu Bergur Finnbogason listrænn stjórnandi hjá CCP, Erna Kaaber rannsakandi hjá RSG, Hanna Dóra Björnsdóttir sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar og Vala Fannell verkefnastjóri samfélagsmála hjá Þjóðleikhúsinu.
Málþing RSG - 4. mars 2024
Innblástur og framfarir
Fyrsta málþing RSG var haldið 4. mars 2024 í Mengi í Reykjavík undir yfirskriftinni Innblástur og framfarir. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fluttu innblásandi ávörp. Erindi fluttu þau Bragi Valdimar Skúlason, Ágúst Ólafur Ágústsson, Rán Tryggvadóttir, Þórey Svanfríður Þórisdóttir, Áskell Heiðar Ásgerisson, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Katrín Anna Lund, Kjartan Sigurðsson, Kristín Valsdóttir, Erla Rún Guðmundsdóttir og Sigurlína Ingvarsdóttir.