Erla Rún og Ágúst Ólafur í Víðsjá
Ágúst Ólafur Ágústsson og Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona rannsóknaseturs skapandi greina mættu í Víðsjá þann 7. október. Þar ræddu þau nýútkomna skýrslu um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi sem Ágúst vann fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu.
Í skýrslunni eru einnig lagðar fram tillögur til þess að efla menningu og skapandi greinar og auka verðmætasköpun.
Skapandi greinar skuli til að mynda skilgreina sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Líta þurfi á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega, samfélagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina en ekki sem kostnað líðandi stundar. Þá þurfi að efla gagnaöflun, rannsóknir og stefnumótun á þessum sviðum.
Umfjöllunina má heyra hér og byrjar á mínútu 26:10.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.