Samtal um skapandi greinar

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við CCP býður í samtal um skapandi greinar miðvikudaginn 16. október klukkan 8:30 - 10:00. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum CCP á 3. hæð Grósku, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. 

Fundurinn er sá fyrsti í röð óformlegra funda sem rannsóknarsetrið stendur að. Með fundaröðinni vill RSG skapa samræðuvettvang áhugafólks um skapandi greinar með því að tengja saman hagaðila í einkageiranum, akademíunni og stofnunum og efla þannig umræðuna um menningu og skapandi greinar.

Á þessum fyrsta fundi mun Ágúst Ólafur Ágústsson segja frá nýútkominni skýrslu um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi sem hann vann fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona RSG mun einnig varpa fram spurningum um mælikvarða og mælaborð skapandi greina og fundargestum verður boðið að taka þátt í umræðum.

CCP býður fundargestum upp á kaffi og léttan morgunverð.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér og athugið að sætaframboð er takmarkað.

Skráningu lýkur á hádegi mánudaginn 14. október.

Previous
Previous

Málþing um áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum

Next
Next

Erla Rún og Ágúst Ólafur í Víðsjá