Málþing um áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum

Rannsóknasetur skapandi greina efnir til málþings þann 20. nóvember næstkomandi í Háskólanum á Akureyri og í streymi. Viðfangsefnið er áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum.  

Leitast verður eftir að skoða þá rannsóknaflóru sem tengist menningu og skapandi greinum á landsbyggðinni, áhrifum þeirra og hvaða tækifæri eru til frekari rannsókna. Jafnframt munu aðilar úr atvinnulífinu fjalla um eigin reynslu af áhrifum menningar og skapandi greina í landsbyggðum. Eyjólfur Guðmundsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, stýrir pallborði. 

Meðal fyrirlesara eru Erna Kaaber, sérfræðingur við Háskólann á Bifröst, Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Akureyri og prófessor við Háskólann á Bifröst, Björt Sigfinnsdóttir meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri LungA og Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Hraðsins, miðstöðvar nýsköpunar. 

Dagskrá verður tilkynnt fljótlega. Takið daginn frá! 

Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

Previous
Previous

Sköpunarkrafturinn

Next
Next

Samtal um skapandi greinar