RSG auglýsir styrki til meistaranema

Rannsóknasetur skapandi greina auglýsir rannsóknastyrki til meistaranema. Umsóknafrestur er til 10. júní 2025.

Styrkirnir eru ætlaðir meistaranemum sem vinna lokaverkefni um atvinnulíf menningar og skapandi greina og þau fjölþættu og fjölbreyttu samfélags- og efnahagsáhrif sem þessi starfsemi leiðir af sér. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla, hvort sem er á Íslandi eða erlendis, og verkefnið þarf að fjalla um eða hafa tengingu við íslenskt samfélag.

Til úthlutunar núna eru 1,2 milljónir króna og áætlað að styðja 2-3 meistaraverkefni. Miðað er við að fyrir 60 ECTS eininga verkefni sé styrkupphæð 800 þúsund krónur og 400 þúsund krónur fyrir 30 ECTS einingar. Fyrsta úthlutun fór fram í apríl 2024.

Umsóknafrestur fyrir þriðju úthlutun er 10. júní næstkomandi. Umsóknum skal skilað til Rannsóknaseturs skapandi greina með tölvupóstsendingu á rssg@rssg.is.

Nánari upplýsingar hér

Previous
Previous

Samtal um skapandi greinar: Að vaxa skapandi

Next
Next

Samtal um skapandi greinar: Nýsköpun á sviði tónlistar